GPMLS – Graduate Program in Molecular Life Sciences

Áhugaverð námskeið, fyrirlestrar og félagslíf

 

Spekigleði í Hörpunni aflýst!

Hin árlega Spekigleði GPMLS sem halda átti í Hörpunni þann 6. nóvember 2020 hefur verið aflýst vegna Covid-19 heimsfaraldursins. Spekigleðin verður haldin rafrænt í staðin og verður dagsetning auglýst síðar.

The yearly GPMLS retreat which was scheduled on the 6th of November in Harpa Conference Centre has been cancelled due to the Covid-19 pandemic. The retreat will be held on Teams instead, the date will be advertised later.

 

Um GPMLS

GPMLS hefur það að markmiði að efla kennslu og rannsóknir á sviði sameindalífvísinda og gera rannsóknanám á þessu fræðasviði að sýnilegum og eftirsóknarverðum kosti á alþjóðavísu. Aðilar að GPMLS koma frá Heilbrigðisvísindasviði og Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands og eru framhaldsnemendur í lífvísindum og leiðbeinendur þeirra af öðrum stofnunum hjartanlega velkomin.

 

Hefur þú hugmynd?

Við tökum vel á móti hugmyndum um áhugaverða fyrirlesara, námskeið eða annað sem þér finnst að GPMLS gæti skipulagt.

 

Lífvísindasetur

GPMLS vinnur náið með Lífvísindasetri Háskóla Íslands. Lífvísindasetur er formlegt samstarf rannsóknahópa við Háskóla Íslands með það að markmiði að byggja upp samstarf og kjarnaeiningar sem efla vísindalegar rannsóknir. Hóparnir stunda rannsóknir á ýmsum sviðum, svo sem sameindalíffræði, krabbameinslíffræði, starfsemi og sérhæfingu stofnfruma, taugalíffræði, stjórnun genatjáningar, erfðalækninga, næringar- og matvælafræði, ónæmisfræði auk ýmissa sviða lífeðlisfræði.

Fréttir og tilkynningar