Markmið GPMLS

GPMLS hefur það að markmiði að efla kennslu og rannsóknir á sviði sameindalífvísinda og gera rannsóknanám á þessu fræðasviði að sýnilegum og eftirsóknarverðum kosti á alþjóðavísu. 

GPMLS sér um að bjóða erlendu vísindafólki til landsins til að kynna nýjustu rannsóknir og framfarir á sviði lífvísinda, ásamt því að bjóða nemendum tækifæri til að spjalla við þá nánar. Einnig býður GPMLS uppá námskeið fyrir nema og hópstjóra til að auka kunnáttu á hinum ýmsu aðferðum sem nýtast í rannsóknum og starfi innan lífvísinda. Árlega býður GPMLS svo uppá Spekigleði þar sem aðilar félagsins fá tækifæri til að kynna rannsóknir sínar ásamt því að kynnast þeim rannsóknum sem eru í gangi. Spekigleðin er einnig frábært tækifæri fyri nema og hópstjóra til að styrkja tengslanetið og auka þar með samvinnu milli vísindamanna og gera þeim kleift að byggja upp þverfagleg rannsóknaverkefni.