Áhugaverðir hlekkir

Verkfærakista doktorsnema HÍ

Ýmis hagnýt námskeið í boði fyrir doktorsnema HÍ

Ritver HÍ

Ritver HÍ býður nemendum upp á stuðning við hvers konar fræðileg skrif. Stúdentar geta komið og fengið stuðning eða góð ráð um hvaðeina sem snýr að skrifum. Allt frá fyrstu hugmyndum og skipulagi, að frágangi og gerð heimildaskrár.

NorDoc – Nordic Doctoral Training in Health Sciences

Norræn samtök um doktorsnám í heilbrigðisvísindum sem HÍ er meðlimur í. NorDoc býður uppá aðgang að námskeiðum fyrir doktorsnema og styður við samstarf milli þeirra háskóla sem eru meðlimir. Inná heimasíðunni er hægt að finna áhugaverð námskeið ásamt stöðum sem hægt er að sækja um.

Aurora verkefnið

HÍ er samstarfsaðili að Aurora verkefninu þar sem Aurora er samstarfsnet 9 öflugra evrópskra háskóla sem eiga það sameiginlegt að leggja í starfi sínu áherslu á hágæða rannsóknir, samfélagslega ábyrgð og að gera samfélögum betur kleift að takast á við áskoranir samtímans.