GPMLS þakkar Guðrún Valdimarsdóttur fyrir vel unnin störf

GPMLS þakkar fráfarandi verkefnastjóra fyrir vel unnin störf síðastliðinn áratug. Á árunum sem Guðrún stýrði GPMLS byggði hún upp öflugt starf í þágu nemanda og hópstjóra. Undir hennar stjórn kom fjöldinn allur af vísindamönnum til landsins til að kynna nýjustu rannsóknir og framfarir á sviði lífvísinda. Einnig skipulagði hún árlega hina vinsælu Spekigleði þar sem nemendur fengu tækifæri til að kynna rannsóknir sínar ásamt því að kynnast hvor öðrum. Til að efla rannsóknir og nýsköpun í lífvísinum er ekki aðeins mikilvægt að nemendur fái góða kennslu innan háskólans heldur er einnig mikilvægt að fá þeir fái tækifæri til að kynna sér nýjungar á sviðinu og tryggja gott tengslanet. Sem verkefnastjóri sá Guðrún til þess og við þökkum henni kærlega fyrir.